Gott utanumhald yfir tíma- og kostnaðarskráningar getur skipt sköpum í rekstri fyrirtækja. Við þekkjum sjálf að hafa ekki nægjanlega gott utanumhald yfir þessa hluti og þekkjum því vel vandræðin sem geta komið upp þegar safna þarf saman upplýsingum af fjölda minnismiða, tölvupóstum og Excelskjölum.
Þess vegna settum við Vinnutíma í loftið, við þekkjum vandamálið og leituðum að lausn. Við erum sannfærð um að Vinnutími.is geti sparað þér sporin og einfaldað þessa vinnu.
Kerfið hentar bæði fyrirtækjum sem og einyrkjum. Einfalt er að stofna aðgang, skrá inn upplýsingar um verkefni og skrá tíma. Þar sem um vefviðmót er að ræða er hægt að skrá upplýsingar í gegnum snjallsíma jafnóðum.